Nýjar verslanir og krá á Egilsstöðum

Gróska er í verslun á Egilsstöðum. Nýverið opnaði Nettó-verslun í húsnæði gamla kaupfélagsins. Nokkrar verslanna sem fyrir voru á Egilsstöðum fluttu saman í nýbyggingu við Miðvang.

Útivistarverslunin Íslensku alparnir opnaði í húsnæði „Naglabúðarinnar“ og í vikunni bættist þar við Janusbúð sem verslar með norskan ullarfatnað. Þá hefur verið opnuð barnafataverslunin Ljósálfar, þar sem áður var Café Nilsen, og verið er að undirbúa opnun herrafataverslunar þar sem verslunin Birta var áður til húsa.

Loks var opnuð krá í kjallara gömlu símstöðvarinnar um síðustu helgi.