Föstudaginn 18. september, milli kl. 14 og 18, verður ný viðbygging Egilsstaðaskóla til sýnis fyrir íbúa sveitarfélagsins sem og aðra. Í haust var kennslurými nýrrar bygginar tekið í notkun, þ.e. almennar kennslustofur og sérgreinastofur. Stefnt er að því að sá hluti nýbyggingarinnar sem hýsir hverfismiðstöðina, með sal, mötuneyti og sérútbúnum stofum, verði tekinn í notkun haustið 2010. Á sama tíma er stefnt að því að búið verði að endurbæta eldri hluta skólabyggingarinnar.