Þó Minjasafn Austurlands sé lokað fyrir gestum eins og önnur söfn á landinu vegna samkomubanns er starfsemi safnsins í fullum gangi. Á dögunum opnaði safnið nýja vefsýningu sem ber yfirskriftina Kjarval – gripirnir úr bókinni.
Á sýningunni eru til sýnis þeir gripir Minjasafnsins sem birtust í bók Margrétar Tryggvadóttur, Kjarval – Málarinn sem fór sínar eigin leiðir, sem kom út á síðasta ári. Í bókinni segir Margét sögu Jóhannesar Sveinssonar Kjarval, eins ástsælasta listamannas þjóðarinnar, á heillandi og aðgengilegan hátt.
Bókina prýðir fjöldi ljósmynda m.a. af Kjarval og samferðafólki hans, af málverkum eftir hann og síðast en ekki síst af munum sem voru í eigu hans en eru nú varðveittir á Minjasafni Austurlands.
Á sýningunni gefst almenningi kostur á að skoða ljósmyndir af gripunum og lesa sér til um þá heima í stofu. Þessir hlutir láta ekki allir mikið yfir sér og eru eins mismunandi og þeir eru margir. Allir eiga þeir það þó sameiginlegt að vera hluti af sögu og arfleifð listamannsins og vitna um persónuleika hans, forgangsröðun og lífstíl.
„Sýningargestir“ eru hvattir til að setjast niður við tölvuna með bókina við höndina, skoða hana samhliða sýningunni og reyna að finna alla gripina á síðum bókarinnar. Einnig hafa þrír auka gripir sem ekki eru í bókinni laumað sér með á sýninguna. Getur þú fundið þá?
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.