Ný sýning opnuð í Sláturhúsinu

Sláturhúsið bíður upp á tvær ólíkar sýningar um páskana sem eru báðar afrakstur samstarfs Menningarráðs Austurlands og Vesterålen í Noregi. Ingunn Þráinsdóttir með einkasýningu plöntuteikningar og textil sem hún opnaði á laugardaginn 16. apríl og sex listamenn frá Noregi með gagnvirka innsetningu. Sýning norska hópsins verður opnuð í kvöld (sumardaginn fyrsta) klukkan 20. Sýningarnar báðar standa út mánuðinn.

Sumarmál

Ingunn Þráinsdóttir sýnir plöntuteikningar og textílhönnun í tengslum við listamannadvöl sína í Vesterålen í Norður-Noregi haustið 2010. 21 teikning ásamt textíllínunni FLÓRU.

Binaural Big Bang

Hópur listafólks kemur frá Norður Noregi og setur upp gagnvirka innsetningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Verkið var sett upp í sundlauginni á Eiðum á 700IS Hreindýralandi í mars og vakti mikla lukku, Verkið er unnið í samvinnu við sjónlistamenn, hljóðlistamenn og myndlistarmenn.

Sláturhúsið er opið:

Fimmtudagur 21. apríl Skírdagur / Sumardagurinn fyrsti KL: 17 – 22

Laugardagur 23. apríl KL: 14 – 18

Mánudagur (annar í páskum )25. apríl – fimmtud. 28. apríl KL 17 – 22

Lokadagar páskasýninga

Föstudagur 29. apríl og Laugardagur 30. apríl KL : 14 – 18