Minjasafn Austurlands býður til dagskrár og opins húss laugardaginn 6. júní 2015 frá kl. 13.30 til 17.30 í tilefni nýrrar grunnsýningar safnsins sem ber heitið Hreindýrin á Austurlandi. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.
Sýningarhönnuður er Björn G. Björnsson. Verkefnið var unnið í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnun á Egilsstöðum, auk þess sem ýmsir einstaklingar og stofnanir veittu sýningargerðinni lið. Stærstu styrktaraðilar eru Vinir Vatnajökuls og Safnasjóður. Aðrir styrkveitendur eru Menningarráð Austurlands, og samfélagssjóðir Landsvirkjunar og Alcoa.
--
Sumaropnun á Minjasafni Austurlands í Safnahúsi á Egilsstöðum er alla virka daga frá 11.30 til 19.00 og laugardaga og sunnudaga frá 10.30-18.00 frá 1. júní til 31. ágúst. Aðgangseyrir 1.000 kr. (18 ára og eldri).
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.