Ný sorphirðudagatöl hafa tekið gildi

Ný sorphirðudagatöl eru komin á heimasíðu sveitarfélagsins. Líkt og í fyrra eru gefin út tvö dagatöl, annað fyrir þéttbýlið en hitt fyrir dreifbýlið. Fyrirkomulagið á sorphirðunni verður óbreytt frá fyrra ári með smávægilegum breytingum þó. Þær helstu eru að í ár verða tunnur í Hjaltastaðaþinghá losaðar á þriðjudögum í stað miðvikudaga, en tunnur í Eiðaþinghá á miðvikudögum í stað þriðjudaga. Þá verða fjórar aukalosanir á brúnu tunnunum í þéttbýlinu yfir sumarið í stað þriggja í fyrrasumar.

Íbúar eru hvattir til að kynna sér dagatölin og hafa greiða aðkomu að ílátum sínum, a.m.k. þá daga sem losun er áætluð og halda áfram að flokka jafn vel og hingað til. Hér má finna sorphirðudagatölin og aðrar upplýsingar um sorphirðuna.