- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þriðja plata hljómsveitarinnar Bloodgroup, Tracing Echoes, kemur út 4. febrúar. Fyrsti singull plötunnar Fall hefur þegar fengið að hljóma á öldum ljósvakans en heyra má lagið hér.
Lagið fékk meðal annars umfjöllun hjá vefmiðli breska blaðsins Guardian eins og sjá má hér. Þá var Fall var kosið besta nýja lagið á útvarpsstöðinni Amazing Radio af hlustendum stöðvarinnar fyrir skömmu, en á heimasíðu stöðvarinnar er tekið fram að um sé að ræða fjögurra manna hljómsveit frá Egilsstöðum.
Nýja platan kemur út hjá Kölska á Íslandi, en erlendis á vegum Sugarcane Recordings og AdP sem einnig gáfu út síðustu plötu sveitarinnar, Dry Land.
Hjómsveitin gerði nýverið samning við umboðsskrifstofuna Projekta og fer í tónleikaferð um Evrópu stuttu eftir útgáfu Tracing Echoes. Fylgjast má með Blodgroup á Facebook, Twitter og heimasíðu hljómsveitarinnar.