Ný lögreglusamþykkt fyrir Fljótsdalshérað

Í byrjun júní staðfesti dóms- og kirkjumálaráðuneytið nýja lögreglusamþykkt fyrir Fljótsdalshérað. En bæjarstjórn sveitarfélagsins hafði staðfest lögreglusamþykktina fyrir sitt leyti síðast liðinn vetur eftir að hún hafði verið til vinnslu og umsagnar hjá nefndum sveitarfélagsins. Lögreglusamþykktin fjallar um reglu, velsæmi og almennt öryggi á almannafæri, um ökutæki og umferð, um veitingastaði og skemmtanahald, um götuspjöld og húsnúmer, um útivistartíma barna og ungmenna og um búfjárhald og hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.

Hin nýja lögreglusamþykkt fyrir Fljótsdalshéraðs leysir af hólmi lögreglusamþykkt frá 1995, sem gilti fyrir þáverandi sveitarfélög á Fljótsdalshéraði. Nýja lögreglusamþykktin byggir á reglugerð um lögreglusamþykktir sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið gaf út 29. nóvember 2007. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að kynna sér ákvæði samþykktarinnar, en hana má finna undir Samþykktir á heimasíðu sveitarfélagsins eða hér.