Ný heimasíða HEF í loftið

Hitaveita Egilsstaða og Fella hefur fengið nýja og betrumbætta heimasíðu. Á henni má meðal annars finna auk frétta og  heilræða, eyðublöð fyrir álestrareyðublöð, heimaæðatengingar og tilkynningu um notendaskipti sem senda má beint af vefnum

Í frétt frá HEF segir að unnið sé að því að setja upp "lifandi tölur", þ.e. hitastig á Tjarnarbraut og rauntölur úr dreifikerfi hitaveitu og vatnsveitu. Stefnt er að þvi að síðan verði notuð sem upplýsingamiðill varðandi stöðu verka hjá HEF og þar verði settar inn tilkynningar um lokanir eða bilanir í kerfi. Uppsetningu af síðunni annaðist Austurnet á Egilsstöðum.