Ný áætlun almenningssamgangna

Ný áætlun almenningssamganga á Fljótsdalshéraði tekur gildi frá og með 3. janúar 2008. Nú eru farnar tólf ferðir milli Egilsstaða og Fellabæjar í stað níu áður. Aðrar breytingar er helstar að börn á s.k. Suðursvæði geta nú betur nýtt sér ferðir í og úr skóla.

 

Þá eru aukaferðir farnar með færri viðkomustöðum seinnipart dags að Fellavelli. Brottfarartímar breytast þar af leiðandi lítillega. Fyrsta ferð frá Fellabæ hefst kl. 7.25 en síðustu ferð lýkur kl. 20.09.

Almenningssamgöngur í dreifbýli eru með þeim hætti að ekið er milli Egilsstaða og Brúaráss, Egilsstaða og Eiða og Egilsstaða og Hallormsstaðar. Tvær ferðir á dag eru á milli þessara áfangastaða.

Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að nýta sér þjónustuna !