Notendakönnun Bókasafns Héraðsbúa

Gerð hefur verið örstutt notendakönnun fyrir Bókasafn Héraðsbúa. Hugmyndin á bak við það er að fá að vita hvernig hægt er að bæta þjónustu bókasafnsins, bæði gagnvart þeim sem nota safnið og hinum sem kæmu ef eitthvað væri í boði sem þeim hugnaðist betur. Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til þátttakenda.

Það er okkur mikilvægt að vita hvað við gerum vel og hvað má bæta. Því þætti okkur vænt um að fólk gæfi sér tíma til að svara könnuninni. Slóðin á hana er hér.