Úrslit Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda fór fram í 21. sinn sunnudaginn 26. maí. 2.906 hugmyndir bárust í keppnina frá 44 grunnskólum. 53 þátttakendur voru valdir í úrslitakeppni og af þeim hlutu 18 verðlaun fyrir hugmyndir sínar. Þar af voru Almar Aðalsteinsson, Elva Dögg Ingvarsdóttir, Margrét María Ágústsdóttir og Ragnheiður Þorsteinsdóttir frá Egilsstaðaskóla.
Almar fékk 1. verðlaun í flokki tölvu- og tölvuleikja fyrir tölvuleikinn Víkingar á ferð og flugi þar sem Hrafna Flóki og fleiri landsnámsmenn eru í aðalhlutverki, en stúlkunar lentu í 3. sæti í flokki landbúnaðar fyrir bændahjálp.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari keppninnar, afhenti verðlaun og flutti hátíðarræðu. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra flutti hvatningarræðu, afhenti viðurkenningarskjöl til þátttakenda og farandbikar til grunnskóla. Þá kynntu þátttakendur sjálfir hugmyndir sínar fyrir gestum.
Þá voru þeir skólar sem sendu inn hlutfallslega flestar hugmyndir í keppnina verðlaunaðir og fengu fulltrúar þeirra afhenta farandbikara. Í flokki stærri grunnskóla fékk Hofsstaðaskóli í Garðabæ bikarinn, en þetta er fimmta árið í röð sem skólinn hlýtur þessa viðurkenningu. Í flokki minni skóla hlaut Brúarásskóli í Fljótsdalshéraði þennan heiður annað árið í röð.
Tilgangur Nýsköpunarkeppni grunnskóla er að efla nýsköpunarstarf í grunnskólum, gera börnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og hvernig hægt er að þroska hana með útfærslu eigin hugmynda. Frá upphafi keppni hafa borist nær 40.000 hugmyndir frá börnum um allt land.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.