Niðurstöður úr tölvuútboði Fljótsdalshéraðs

Niðurstöður útboðs á tölvukerfi Fljótsdalshéraðs

Útboðið var í fjórum hlutum:

• TS-01 – Tölvur og tölvubúnaður
• TS-02 – Hýsing
• TS-03 – Tengingar
• TS-04 – Notenda- og hugbúnaðarþjónusta

Alls bárust 11 tilboð frá 6 aðilum, þar af 5 frávikstilboð.

Eftir að tilboðin hafa verið skoðuð liggur eftirfarandi niðurstaða fyrir:

  • TS-01 – Ekkert tilboðanna uppfyllti fyllilega þær kröfur sem gerðar voru í útboðinu. Ákveðið að ganga til samninga við Tölvuteymi, þar sem þeir komust næst þeim kröfum sem gerðar voru.
  • TS-02 – Ákveðið að ganga til samninga við Nýherja sem átti lægsta tilboðið.
  • TS-03 – Ákveðið að ganga til samninga við Nýherja sem átti lægsta tilboðið.
  • TS-04 – Öllum tilboðum hafnað.