Næstkomandi mánudag þann 3. maí mun Jón Ingi Sigurbjörnsson kennari í ME kynna helstu niðurstöður úr könnun á íþrótta- og frístundaiðkun nemenda í 4. til 10. bekk á Fljótsdalshéraði. Könnun þessi var unnin að frumkvæði menningar- og íþróttanefndar og jafnréttisnefndar, í góðri samvinnu við grunnskóla sveitarfélagsins. Hún var lögð fyrir nemendur í skólunum og er svörun því mjög góð. Jón Ingi og nemendur hans á félagsfræðiskor í ME unnu síðan úr könnuninni tóku saman niðurstöður. Jón Ingi og nemendur hans hafa nokkrum sinnum áður unnið úr könnunum fyrir sveitarfélagið og eru báðir aðilar ánægðir með þetta samstarf. Meðal annars var gerð sambærileg könnun fyrir tveimur árum og er því forvitnilegt að bera niðurstöðurnar saman.
Kynningarfundurinn verður haldinn í Hlymsdölum 3. maí kl. 17:00. Sérstaklega er skorað á foreldra barna á þessum aldri og fólk sem vinnur með þeim t.d. í skólum, félagsmiðstöðvum og íþróttum að mæta, kynna sér niðurstöður og ræða málin.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.