Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar að útbúa skyldi könnun um umhverfismál, sem lögð yrði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Könnunin var birt á heima- og Facebooksíðum sveitarfélagsins og íbúar hvattir til að svara. Hægt var að svara frá 7. febrúar til og með 19. febrúar og svöruðu 143 könnuninni, annað hvort í heild eða hluta hennar.
Á fundi umhverfis- og héraðsnefndar þann 26. febrúar voru niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og m.a. samþykkt að birta þær á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Niðurstöðurnar má finna á heimasíðunni ef smellt er á reit sem heitir Stjórnsýsla og er vinstra megin á síðunni, þá útgefið efni í listanum sem birtist, því næst á Ýmsar skýrslur og loks skjalið sem heitir Niðurstöður umhverfiskönnunar 2013. Einnig má nálgast niðurstöðurnar hér.
Umhverfis- og héraðsnefnd
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.