Niðurstöður könnunar um umhverfismál á Fljótsdalshéraði

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar að útbúa skyldi könnun um umhverfismál, sem lögð yrði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Könnunin var birt á heima- og Facebooksíðum sveitarfélagsins og íbúar hvattir til að svara.  Hægt var að svara frá 7. febrúar til og með 19. febrúar og svöruðu 143 könnuninni, annað hvort í heild eða hluta hennar.

Á fundi umhverfis- og héraðsnefndar þann 26. febrúar voru niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og m.a. samþykkt að birta þær á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Niðurstöðurnar má finna á heimasíðunni ef smellt er á reit sem heitir Stjórnsýsla og er vinstra megin á síðunni, þá útgefið efni í listanum sem birtist, því næst á Ýmsar skýrslur og loks skjalið sem heitir Niðurstöður umhverfiskönnunar 2013.  Einnig má nálgast niðurstöðurnar hér.


Umhverfis- og héraðsnefnd