Niðurgreiðslur hækka um 86 %

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt tillögu fræðslunefndar um að fjárframlag sveitarfélagsins vegna gæslu barna hjá dagforeldrum verði hækkað úr kr. 20.800 í kr. 38.700 fyrir fulla vistun barns eða um 86 %.

Ákvörðunin gildir frá og með 1. september og greiðist í 11 mánuði á ári. Með þessari breytingu er leitast við að draga úr þeim kostnaðarmun sem verið hefur á leikskólagjöldum annars vegar og gjöldum dagforeldra hins vegar.

Á Fljótsdalshéraði eru starfandi 3 dagforeldrar með samanlagt 13 börn í gæslu.