Nýlega var vefsíðan Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs færð í nýjan og aðgengilegri búning. Náttúrumæraskrána tók Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur á Egilsstöðum saman fyrst árið 1998 í tengslum við gerð svæðisskipulags og endurskoðaði hana síðan 2007-2008 í tengslum við gerð aðalskipulags fyrir Fljótsdalshérað.
Í skránni eru lýsingar á um 600 stöðum og svæðum sem Helgi telur sérstaklega athyglisverð og kallar náttúrumæri. Þar lýsir hann landslagi og örnefnum auk annarra atriða í náttúrufari Fljótsdalshéraðs, svo sem plöntum, fuglum og fiskum. Skrá Helga er mjög skipulega fram sett.
Öllu Héraðssvæðinu er skipt í 13 undirsvæði sem aftur skiptast í griðlönd en þar hefur Helgi tengt saman nálæga staði og svæði. Hægt er að skoða Náttúrumæraskrána hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.