Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs

Hér á vefnum er aðgengileg náttúrumæraskrá sem Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur á Egilsstöðum tók saman, fyrst 1998 í tengslum við svæðisskipulag og endurskoðaði 2007-2008 í tengslum við aðalskipulag. Í skránni eru lýsingar á um 600 stöðum og svæðum sem höfundur telur sérstaklega athyglisverð og kallar náttúrumæri (venjulega kallað náttúruminjar) og er þeim skipt í fjóra flokka eftir áætluðu verndargildi. Hægt er að skoða náttúrumæraskrána hér bæði sem textaskjal og kort.

Þá má benda áhugasömum náttúruskoðurum á nýjan safnvef Námsgagnastofnunar sem settur var upp í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, þann 16. september. Slóðina á vefinn má finna hér. Einnig var í tilefni dagsins opnaður nýr vefur um Vatnajökulsþjóðgarð og nágrenni. Slóðina inn á þann vef má finna hér.