Nú liggja fyrir á heimasíðu Fljótsdalshéraðs upplýsingar um þau námskeið sem í boði verða fyrir starfsmenn sveitarfélagsins á haustönn 2007 og haldin eru í samvinnu við Þekkingarnet Austurlands.
Einnig er rétt að benda á að 30. september rennur út umsóknarfrestur sem starfsmenn hafa til að skila inn umsóknum í Endurmenntunarsjóð Fljótsdalshéraðs fyrir nám á haustönn 2007.
Starfsmenn Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að kynna sér námsframboðið og nýta sér það sem hentar hverjum og einum, í samráði við sinn yfirmann.
Umsóknareyðublað vegna umsóknar í Endurmenntunarsjóð er að finna hér og reglur um sí- og endurmenntun er að finna hér.