Námskeið fyrir börn á miðstigi í grunnskóla

Námskeiðið Útivist og sköpun verður haldið dagana 29. júní - 10. júlí, eftir hádegi eða frá klukkan 13 til 17.
Á þessu námskeiði verður lögð megin áhersla á útivist, skemmtilega leiki og verkefni í náttúrunni. Þátttakendur og leiðbeinandi hittast í Félagsmiðstöðinni Nýung og fara þaðan saman, þangað sem dagskráin leiðir þau hverju sinni.

Leiðbeinandi: Þórdís Kristvinsdóttir, leiðsögumaður og skáti.

Gjald: 8.000 krónur fyrir tímabilið. Eitt tímabil er alla virka daga í tvær vikur.

Adda Steina, tómstunda- og forvarnarfulltrúi tekur við skráningum á netfangið: addasteina@egilsstadir.is og í síma 865-3650.
Árni Heiðar Pálsson forstöðumaður félagsmiðstöðva tekur einnig við skráningum á netfangið arnipals@egilsstadir.is og í síma 866-0263