Myndræn framsetning fjárhagsstöðu sveitarfélaga

Á kynningarfundinum vegna fjárhagáætlunar Fljótsdalshéraðs 2015 sem haldinn var á miðvikudaginn var m.a. sýnd myndræn framsetning fjárhagsstöðu sveitarfélaga sem Hag- og upplýsingadeild Samband íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið. 

Á skjalinu sem sjá má hér er auðvelt á sjá samanburð á fjárhagsstöðu sveitarfélaga, hvort skuldir séu háar eða lágar og hve góður eða erfiður rekstur sveitarfélaganna var á árunum 2010-2013.


Myndin sem fylgir fréttinni er tekin í  Egilsstaðaskóla mínútum áður en kynningarfundurinn hófst.