Myndir frá Ormsteiti á vef Héraðskjalasafns

Bæjarhátíðin Ormsteiti verður haldin á Fljótsdalshéraði í 20. sinn nú í ágúst. Af því tilefni hafa starfsmenn Héraðsskjalasafns Austfirðinga tekið saman nokkrar myndir úr fórum Ljósmyndasafns Austurlands.  Um er að ræða myndir frá árunum 1995-1999 úr safni vikublaðsins Austra auk mynda úr safni Önnu Ingólfsdóttur blaðamanns.

Myndin sem fylgir fréttinni er frá 1997 og þar má  sjá Sigurð Ananíasson grilla hreindýr fyrir hreindýraveisluna. En hreindýraveisla er einn af föstum liðum á hátíðinni.  Allar myndirnar má sjá hér.

Dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefnum ormsteiti.is