Moltugerð hafin í Hádegishöfða

Nú hafa nemendur og starfsmenn  við leikskólann Hádegishöfða hafið moltugerð, en það er hluti af umhverfismennt og stefnu skólans. Nemendur sjá um að fara út með það sem til fellur af lífrænum úrgangi á degi hverjum í moltuna, þ.e. alla matarafganga nema kjöt og fisk. Kjötið og fiskurinn fer í brúnu tunnuna í sameiginlega moltugerð hjá sveitarfélaginu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með hvernig leikskólabörnunum tekst til við að breyta matarafgöngum í mold og sá svo fyrir grænmeti í moldina með vorinu.