- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Nú geta íbúar á Fljótsdalshéraði náð sér í moltu til að bæta jarðveg í görðum sínum. Moltan er geymd skammt innan við Landflutninga á svæði þar sem einnig er hægt að ná í mold.
Á heimasíðu Moltu ehf, sem framleiðir moltuna, segir m.a. að „moltan er úrvals jarðvegsbætir og áburður t.d. í blóma- og tjrábeð, á lóðina eða grasflötina. Hún er fínsigtuð, dökk, laus í sér og líkist mold en er samt mun efnaríkari.“
Moltan sem er í boði á Fljótsdalshéraði er s.k. kraftmolta sem unnin er úr heimilisúrgangi og sláturúrgangi, og skal blanda hana til helminga með mold eða sandi til að hún sé ekki of sterk fyrir viðkvæmar rætur. Hér má nálgast meiri upplýsingar um notkun moltunnar.