Fjöregg MNÍ 2015 var afhent á Matvæladaginn sem haldin var í október en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins, afhenti fjöreggið við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni hlaut Móðir Jörð verðlaunin. Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk, sem táknar Fjöreggið og hefur verið gefið af SI frá upphafi, í yfir 20 ár.
Undirbúningsnefndinni bárust margar tilnefningar fyrir veitingu Fjöreggsins, fyrirtæki, framleiðsluvörur, upplýsingaveitur um matvæli og næringu og einstaklingar.
Í ár voru fimm tilnefndir til Fjöreggsins 2015
1. Matur og drykkur“, nýlegur veitingastaður en þar eru íslenskar matarhefðir kynntar á nýstárlegan hátt.
2. Búrið, Eirný Sigurðardóttir: Fyrir skemmtilega og nýstárlega nálgun á íslenska sælkeramarkaðnum.
3. Skólar efh (Ólöf Kristín Sívertsen): Fyrir að hafa heilsueflingu að leiðarljósi við rekstur leikskóla.
4. Skaftafell Delicatessen, Klaus Kretzer, sem framleiðir sælkeravörur úr kindakjöti úr Öræfum.
5. Og loks verðlaunahafinn Móðir Jörð, Eygló Björk Ólafsdóttir, en Móðir Jörð var tilnefnd fyrir ræktun og vöruþróun afurða úr jurtaríkinu á lífrænan hátt.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.