Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hyggst standa fyrir sýningu á leikföngum, gömlum, nýrri og nýjum, í Sláturhúsinu í sumar. Sýnd verða leikföng í eigu Minjasafns Austurlands auk lánsgripa í einkaeigu.
MMF leitar nú að áhugaverðum leikföngum frá ýmsum tímaskeiðum, heimagerðum sem verksmiðjuframleiddum, til láns á sýninguna sem opin verður fyrir skólaheimsóknir þegar líður á haustið. Upplýsingar um eigendur og sögu gripanna verður skráð og munu liggja frammi ásamt þeim.
Sýningin verður sett upp í læsanlegu rými og sýningargripir verða tryggðir á meðan þeir eru í varðveislu MMF.
MMF óskar nú eftir samstarfi við eigendur leikfanga sem hugsanlega eiga heima á sýningu sem þessari eða ábendingum um slíka gripi og eigendur þeirra.
Vinsamlega hafið samband í netfangið mmf@egilsstadir eða í síma 8979479.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.