- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hyggst standa fyrir sýningu á leikföngum, gömlum, nýrri og nýjum, í Sláturhúsinu í sumar. Sýnd verða leikföng í eigu Minjasafns Austurlands auk lánsgripa í einkaeigu.
MMF leitar nú að áhugaverðum leikföngum frá ýmsum tímaskeiðum, heimagerðum sem verksmiðjuframleiddum, til láns á sýninguna sem opin verður fyrir skólaheimsóknir þegar líður á haustið. Upplýsingar um eigendur og sögu gripanna verður skráð og munu liggja frammi ásamt þeim.
Sýningin verður sett upp í læsanlegu rými og sýningargripir verða tryggðir á meðan þeir eru í varðveislu MMF.
MMF óskar nú eftir samstarfi við eigendur leikfanga sem hugsanlega eiga heima á sýningu sem þessari eða ábendingum um slíka gripi og eigendur þeirra.
Vinsamlega hafið samband í netfangið mmf@egilsstadir eða í síma 8979479.