Mjólkurstöðin og blokkirnar eru nú við Hamragerði

Bæjarstjórn Egilsstaða samþykkti nýlega tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að breyta heitum á Kaupvangi 39, 41, 43, og 45 þannig að Kaupvangur 39 verði Hamragerði 1, Kaupvangur 41 verði Hamragerði 3, Kaupvangur 43 verði Hamragerði 5 og Kaupvangur 45 verði Hamragerði 7.

Nafnabreytingin hefur þegar átt sér stað.