Minnt á fundi um sameiningarmál

Mynd af vefnum https://svausturland.is/
Mynd af vefnum https://svausturland.is/

Íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar er boðið til íbúafunda til að móta tillögur að nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Markmið fundanna er að heyra sjónarmið íbúa áður en tillögur verða fullmótaðar.

Undanfarnar vikur hafa starfshópar unnið hugmyndir og tillögur að framtíðarsýn fyrir Sveitarfélagið Austurland. Íbúar fá tækifæri til að kynna sér þær, og koma sínum hugmyndum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri. Minnisblöð sem lýsa vinnu starfshópa má finna hér.

Fundirnir hefjast með kynningu á verkefninu og hugmyndum að uppbyggingu stjórnsýslu nýs sveitarfélags, fjármálum og einstökum málaflokkum. Lögð er áhersla á að um hugmyndir er að ræða sem íbúar fá tækifæri til að tjá sig um, áður en tillögur verða útfærðar.

Fundirnir fara fram milli klukkan 18:00 og 21:30, og verður þátttakendum boðið upp á léttar veitingar.
1. apríl í Fjarðarborg, Borgarfjarðarhreppi
2. apríl í Herðubreið, Seyðisfjarðarkaupstað
3. apríl á Hótel Framtíð Djúpavogshreppi
4. apríl á Hótel Valaskjálf Fljótsdalshéraði

Kynningum frá fundinum á Hótel Valaskjálfi verður streymt, þannig að þeir sem eiga ekki heimangengt geti kynnt sér málin. Streymið verður auglýst nánar síðar.