Undanfarið hefur safnstjóri Minjasafns Austurlands lagt drög að stóru verkefni, eða sýningu, í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands, Þorpið og fleiri aðila, sem tengist náttúru, sögu og menningu Austurlands og er efnið sambúð manna og hreindýra, frá því þessi villtu dýr komu í fjórðunginn.
Verkefnið verður til húsa í Minjasafninu en þemað er sameign Austurlands og því munu margir verða til kallaðir um ráð og ábendingar, efni, muni og heimildir á meðan unnið verður að verkefninu.
Safnað verður efni í máli og myndum, efni á léttum og alvarlegum nótum, fræðilegu efni og skáldskap, og öllu þar á milli, sem og ýmsum gripum og allra handa myndefni og tónlist.
Fjármögnun stendur yfir enda er verkefnið stórt. Í desemberbyrjun úthlutaði stjórn Vina Vatnajökulsþjóðgarðs styrk til 22 verkefna. Hæsta styrkinn í úthlutun að þessu sinni hlaut Minjasafn Austurlands til ofangreinds verkefnis sem ber yfirskriftina; Hreindýr og menn: Sýning um sambúð manna og hreindýra á Austurlandi.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.