Minjasafn Austurlands er lokað í vetur

Sýning Minjasafns Austurlands er nú lokuð vegna breytinga í sýningarsal í Safnahúsinu. Lokun stendur til sumarbyrjunar 2015 en þá verður ný grunnsýning opnuð. Beðist er velvirðingar á svo langri lokun safnsins sem stafar af hversu mikil og umbyltandi vinna það er að taka niður eina sýningu og setja upp aðra.

Erindi til safnsins á meðan á lokun sýningarstarfsemi stendur berist símleiðis eða á netfang safnsins. Starfsmenn eru líka í húsinu að störfum alla virka daga og hægt að leita til þeirra á staðnum með erindi milli klukkan 9 og 11.30.