Mikilvægt að taka til eftir Ormsteitið

Um leið og íbúum Fljótsdalshéraðs er þökkuð góð þátttaka í Ormsteitinu, sem lauk fyrir ellefu dögum, eru þeir eindregið hvattir til að taka niður skreytingar og annað lauslegt sem sett var upp í tilefni hátíðarinnar, áður en slagveður og hauststormar bresta á.

Enn er nokkuð um uppihangandi skraut í trjám og víðar sem óæskilegt er að endi út í náttúrunni.

Tökum höndum saman og höldum umhverfinu okkar hreinu og fínu.