Undirbúningur fyrir Kvikmynda- og vídeóhátíðina 700IS Hreindýraland er nú í fullum gangi. Sérstakur undirbúningshópur ásamt stjórnanda hátíðarinnar, Kristínu Scheving, hefur að undanförnu unnið að því að flokka og meta þau 500 verk sem bárust að þessu sinni.
Hátíðin stendur að þessu sinni yfir dagana 24. 31. mars. Hún verður sett í Sláturhúsinu þar sem austurríksu listamennirnir Mathias Fuchs og Werner Möbius sýna verk sitt Postvinyl í samstarfi við Gisla Galdur DJ frá Reykjavík. Daginn eftir munu þau Steina Vasulka, Rúrí og Finnbogi Pétursson taka þátt í listamannaspjalli að Eiðum. Verkin verða síðan til sýnis alla vikuna á nokkrum stöðum en hátíðinni lýkur með lokauppgjöri sem fram fer í gallerí Bláskjá sem opnað verður sama dag.