Mikil þátttaka í 700IS

Undanfarna daga hafa verk alls staðar að úr heiminum verið að berast til Egilsstaða, vegna alþjóðlegu tilrauna kvikmynda- og vídeó hátíðarinnar, 700IS Hreindýraland.

Um 500 verk hafa borist til aðstandenda hátíðarinnar en fresturinn til að skila inn myndum rann út 1. febrúar. Sjálf verður hátíðin viku löng í ár og stendur yfir daga 24. til 31. mars. 
Við opnunni 700.IS verða frumsýnd verk eftir austurrísku listamennina Mathias Fuchs og Werner Moebius í samstarfi við íslenskan DJ.  Mathias Fuchs vinnur með leikja-concept og leyfir áhorfendum að lifa sig inn í leik með hjálp VJ listamannsins Werner Moebius (sjá www.wernermoebius.net).
Einnig verða á hátíðinni sýnd þau verk sem valin hafa verið til sýningar á henni en dagskrá hennar verður hægt að skoða á heimasíðunni www.700.is í byrjun mars.
Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en sú eina sinnar tegundar á landinu. Móttökurnar sem hátíðin fékk í fyrra voru mjög góðar og bárust henni yfir 300 verk frá 34 löndum.
Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu 700IS, www.700.is