- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Nú fer í hönd seinni helgi Ormsteitisins. Föstudagurinn er ekki síst helgaður eldri borgurum. Haldið er dansiballi í Hlymsdölum og púttmót á Ekkjufellsvelli. Þá hefst einnig hestamannamót Freyfaxa í Fossgerði sem stendur alla helgina. Um kvöldið er kósístemning í Café Valný, sagnakvöld í Hákonarstofu á Skjöldólfsstöðum, spurninga- og hæfileikakeppni milli klúbba í Golfskálanum og tónleikar með Hvanndalsbræðrum í Valaskjálf. Nánar er hægt að sjá dagskrá föstudagsins hér
Laugardagurinn hefst kl. 9.30 með Ormaveislu í Egilsstaðavík í umsjá skátafélagsins Héraðsbúar. Síðan verða haldnir Garðtónleikar við Gistihúsið á Egilsstöðum kl. 10. Þá hefst Skógarhlaup Íslandsbanka í Selskógi kl. 11. Lengd hlaupa 4, 10 og 20 kílómetrar. Formleg móttaka sveitarfélagsins á öllum nýjum íbúum í garðinum við Gistihúsið á Egilsstöðum hefst einnig kl. 11 og þá hefst einnig útimarkaður í Bragganum við Sláturhúsið.
Þeir sem taka vilja þátt í Skreytingarkeppni Blómavals geta skilað skreytingum til kl. 12.00 í Braggann við Sláturhúsið. Klukkan 12 hefst svo Villibráðarsúpu- og brauðkeppni Ormsteitis í Bragganum. Milli kl. 12 og 16. Fatamarkaður Héraðs- og Borgarfjarðardeild verður í Sláturhúsinu. Þá hefst Söngvarakeppni barnanna kl. 14 og eru stjórnendur Sigga Beinteins og María Björk í Bragganum við
Sláturhúsið. Verðlaunaafhendingar Framfarafélags Fljótsdalshéraðs, Garðyrkjufélagsins, í Söngvarakeppni barnanna, Umhverfisnefndar Fljótsdalshéraðs og í Skreytinga- og súpukeppni verða kl. 15.
Klukkan16:30 verður fjársjóðsleit í Fellabæ. Leitin að gulli ormsins fyrir yngstu kynslóðina og er mæting við Olís. Klukkan 15.30 kynnir Bjarni Þór Sigurðsson nýútgefinn disk sinn Ánþínlegt og tekur nokkur lög.
Sveitamarkaður verður haldinn á Arnhólsstöðum ásamt fleiri fjölskylduvænum atburðum.
Hreindýraveisla á Héraði hefst kl. 18 með því að grillaður er hreindýrstarfur að hætti yfirkokks Ormsteitis. Veitingahús á Egilsstöðum bjóða líka uppá hreindýrarétti.
Allir sem kaupa Hreindýramáltíð á Héraði laugardaginn 22. ágúst fá nafnið sitt í pott! Dregið verður úr pottinum á kvöldvökunni í tjaldinu Verðlaunin eru ferðavinningur fyrir tvo til Evrópu. Hinn árlegi Nostalgíu dansleikur Ormsteitis hefst svo kl. 23 í Valaskjálf. Hljómsveitin Buff heldur uppi stuðinu fram eftir nóttu.
Sunnudagurinn er Fljótsdalsdagur og hefst kl. 10 með gönguferð um Tröllkonustíg en gengið verður frá Végarði. Á sama tíma hefst veiðikeppni í Bessastaðaá. Klukkan 12 er boðið upp á grill, ketilkaffi og leiki í Víðivallaskógi. Dagskrá á Skriðuklaustri hefst kl. 14 með Þristarleikum, sultukeppni, rabbabarakeppni barnanna og þá verður kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi og tónleikar með LAY LOW. Klukkan 16.30 verður guðþjónusta við rústir Skriðuklausturs. og loks verður Ormsteiti formlega slitið.