- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi verður haldinn í dag, þriðjudaginn 29. apríl frá klukkan 14.30 til 18.30 á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Að þessu sinni verður sjónum beint sérstaklega að menntamálum.
Þóroddur Helgason fræðslustjóri Fjarðabyggðar ræðir um mælingar í og á starfi grunnskólans, Bergþóra Hlín Arnórsdóttir, fulltrúi símenntunar hjá Austurbrú, segir frá símenntun á Austurlandi og háskólanemum sem stunda fjarnám á Austurlandi og Anna Guðrún Edvardsdóttir doktorsnemi fjallar um áhrif þekkingarsamfélagsins á byggðaþróun og sjálfbærni samfélaga á landsbyggðinni. Þá verður sagt frá niðurstöðum sjálfbærnimælinga tengdar menntun fræðslumálum hjá Alcoa Fjarðaáli og Landsvirkjun. Fundarstjóri verður Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.
Dagskrá, skráning og nánar um verkefnið má finna á vefnum, sjalfbaerni.is.