Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs

Við bakka Eyvindarár. Mynd: Auður Bjarnadóttir
Við bakka Eyvindarár. Mynd: Auður Bjarnadóttir

Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs verða í fyrsta sinn veitt 17. júní á þessu ári. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu. Heimilt er við sérstakar aðstæður að veita verðlaunin aðila sem ekki á lögheimili í sveitarfélaginu, enda tengist hann sveitarfélaginu með skýrum hætti.

Hér með er óskað eftir ábendingum til menningarverðlaunanna. Þær sendist, með rökstuðningi, á atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa Fljótsdalshéraðs á netfangið odinn@egilsstadir.is fyrir 24. maí 2019.