Menningarstefna - opinn íbúafundur í kvöld

Opinn íbúafundur um mótun menningarstefnu fyrir Fljótsdalshérað verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 19.30, í Fellaskóla.
Menningarstefnunni er ætlað að draga fram hlutverk, áherslur og aðkomu sveitarfélagsins að menningartengdri starfsemi og listum.

Stefnan er unnin af vinnuhópi í umboði atvinnu- og menningarnefndar Fljótsdalshéraðs.

Allir þeir sem vilja hafa áhrif á mótun stefnunnar eru hvattir til að mæta á fundinn.

Dagskrá:
Þrjú stutt erindi
• Unnar Geir Unnsteinsson
• Fjölnir Hlynsson
• Þórunn Eymundardóttir

Hópavinna, málaflokkar
• Menntun og menning
• Menningarstofnanir, menningarhátíðir og menning og saga á Fljótsdalshéraði
• Menning, listir og atvinnusköpun
• Starfsemi frjálsra / annarra félaga, stofnana, einstaklinga (grasrótarstarfið)