Menningarnefd og íþrótta - og frístundanefnd auglýsa styrki

Menningarnefnd og íþrótta – og frístundanefnd auglýsa eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2009. Einungis geta þeir sótt um sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu hvort sem um er að ræða einstaklinga eða félög.

Menningarnefnd Fljótsdalshéraðs úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði Fljótsdalshéraðs. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarverkefni í sveitarfélaginu og þá ekki síst listamenn og fræðimenn sem vinna að verkum sínum. Þá leggur sjóðurinn fram fé til kaupa á listaverkum fyrir Fljótsdalshérað og gerir tillögur um kaup og viðhald á útilistaverkum. Einnig getur stjórn sjóðsins ákveðið hverju sinni að styrkja einstakar persónur sem vinna að sérverkefnum.  Til þess að öðlast styrk þarf umsækjandi að hafa lögheimili á Fljótsdalshéraði eða hafa haft þar lögheimili á síðastliðnum tveimur árum og þá hið minnsta í tvö ár samfellt. Úthlutunarreglunar má kynna sér til hlýtar hér.

Umsóknum skal skila á sérstöku eyðublaði til menningarnefndar Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið karen@egilsstadir.is. Hægt er að sækja umsóknareyðublaðið hér.

Íþrótta – og frístundanefnd úthlutar styrkjum til félaga og aðila sem sinna íþrótta - , tómstunda – og æskulýðsstarfi á Fljótsdalshéraði . Þá geta aðilar sótt um sem hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Þegar til úrskurðar um úthlutana kemur er litið á markmið umsækjanda í æskulýðsstarfi. Þá er horft til menntunar og reynslu leiðbeinanda, ásamt þeim markmiðum hafa verið sett með starfinu. Einnig er litið til fjölbreytni og umfangi verkefna ásamt þeirri virkni sem félagsstarfið á að uppfylla. Með umsókninni þarf að fylgja yfirlit yfir fjárhagsstöðu umsækjanda og/eða deilda hans fyrir síðastliðið ár ef það á við. Þá þarf að fylgja yfirlit yfir fjölda virkra iðkanda og kyn – og aldursskipting þeirra. Fjárhagsáætlanir fyrir árið 2009 og áætlanir varðandi umfang starfsins. Úthlutunarreglur má kynna sér enn frekar hér.

 Umsóknum skal skila á sérstöku eyðublaði til íþrótta – og frístundanefndar Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið karen@egilsstadir.is. Hægt er að sækja umsóknareyðublaðið hér.