Á vegum Almannavarna ríkisins eru haldnir tveir símafundir í viku, þar sem fulltrúar almannavarna og sveitarfélaga vítt um land fá nýjustu upplýsingar um stöðu eldsumbrota í Holuhrauni og umbrota í Bárðarbungu. Þar gefst líka kostur á því að spyrja vísindamenn og yfirvöld almannavarna um eitt og annað sem málið varðar.
Eitt af því sem fram kom á síðasta fundi og varðar loftgæði og mælingu eiturefna, var fyrirhuguð uppsetning mæla víða um land.
Nú eru komnir nettengdir mælar á Akureyri, Húsavík, 2 á Mývatni, í Kelduhverfi, á Vopnafirði, á Egilsstöðum og svo þrír á Reyðarfirði. Þessir mælar mæla sjálfvirkt mengunina í loftinu og senda niðurstöður inn á netið. Þeir eru hins vegar ekki auðfengnir með litlum fyrirvara.
Búið að panta nokkurn fjölda handvirkra mæla sem koma á upp vítt um land. Af þeim þarf að lesa og verður því reynt að setja þá upp þar sem sólarhrings vakt er til staðar. Þessir mælar verða ekki nettengdir, en þétta mjög mælanetið og bæta verulega upplýsingar um loftgæði.
Hér eystra verða þeir t.d. settir upp á Bakkafirði, Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi og Höfn. Eins verða settir mælar í Fljótsdalsstöð og innst í Jökuldal.
Tvær almannavarnarnefndir eru starfandi hér eystra; önnur á suðursvæði (Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur og Djúpivogur) og hin á norðursvæði (Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjörður, Borgarfjörður eystri og Vopnafjörður). Þær hafa fundað og eru að vinna áætlun um viðbrögð.
Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af vef Almannavarna, skoða má hana í betri upplausn hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.