Meirihlutasamningur undirritaður í dag

Á hádegi í dag 23. júní,  var undirritaður málefnasamningur þeirra þriggja framboða sem nú mynda meirihluta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Það voru þau Sigrún Blöndal, fyrir hönd L-listans, Gunnar Jónsson fyrir hönd Á-listans og Anna Alexandersdóttir fyrir hönd D-listans, sem undirrituðu saminginn og gerðu grein fyrir helstu áherslum hans. Undirritunin fór fram á Gisthúsinu á Egilsstöðum. Málefnasamninginn má finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs undir Stjórnsýsla - Stefnur eða hér.