ME fimmti besti framhaldsskólinn

Menntaskólinn á Egilsstöðum er hástökkvari könnunar Frjálsrar verslunar um bestu framhaldsskólana. Könnunin var birt í maíhefti tímaritsins.

Menntaskólinn á Egilsstöðum var í fimmta sæti í könnunni en hafði í fyrra verið í 19. sæti. Ástæðan fyrir hækkuninni er að tekinn var inn nýr þáttur á mælikvarðanum, útskriftarhlutfall nemenda úr Háskóla Íslands að stúdentsprófi loknu, og vegur það heil 30% af könnuninni. Annað sem var skoðað var árangur í fagkeppnum, öðrum keppnum framhaldsskólanna, menntun kennara og loks aðsókn.

Röð þriggja efstu skólanna er óbreytt frá því í fyrra. Menntaskólinn í Reykjavík er í efsta sæti, þá Menntaskólinn í Hamrahlíð og Verzlunarskólinn. Í fjórða sæti er Menntaskólinn á Akureyri sem hækkaði um tvö sæti og í fimmta sæti er svo hástökkvarinn Menntaskólinn á Egilsstöðum.