Matvælamiðstöð Austurlands auglýsir eftir verkefnum

Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að því að koma á fót aðstöðu fyrir Matvælamiðstöð Austurlands í húsakynnum Mjólkurstöðvarinnar.  Hugmyndin með Matvælamiðstöðinni er að aðstoða fólk með hugmyndir að matvælaframleiðslu með faglegri aðstoð og aðstöðu.  Möguleikarnir eru margir, hægt er að leigja aðstöðuna til framleiðslu fyrir þá sem eru með framleiðsluvöru en ekki aðstöðu, einnig er hægt að fá aðstoð aðstöðu fyrir vöruþróun.  Með þessu móti er  hægt að  prófa hugmyndir að framleiðslu og markaðssetja vöru án þess að leggja út í mikinn kostnað við aðstöðu og útvegun nauðsynlegra framleiðsluleyfa.  Nú er Matvælamiðstöðin komin með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og getur því tekið við verkefnum.  Þegar hafa tveir aðilar nýtt sér aðstöðuna og láta vel af.

Áhugasamir hafði samband í síma 858 5060 eða með því að senda póst á mma@matis.is.

Myndin er af gerð gráðosts í matvælamiðstöðinni.