Matjurtagarðar til leigu

Í sumar leigir Fljótsdalshérað áhugasömum íbúum matjurtagarða. Um er að ræða 25 fm garða og getur hvert heimili fengið að hámarki tvo slíka. Leigan verður kr. 1500 á garð (25fm). Þeir íbúar sem óska eftir garði verða að skrá sig í síðasta lagi 17. maí með því að senda tilkynningu á freyr@egilsstadir.is  eða hringja í síma 4 700 730. Afhending garðanna hefst svo 21. maí. Tekið verður við greiðslu á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, og fá íbúar garði úthlutað þegar gengið hefur verið frá greiðslu á leigunni.