- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tónlistarskólinn á Egilsstöðum til sín góðan gest, fiðluleikarann Hlíf Sigurjónsdóttur, á föstudag og laugardag. Hún hélt masterklass með nemendum og kennurum á föstudeginum og kenndi þá nemendum í hóp þar sem þeir spiluðu fyrir hvern annan og Hlíf sagði þeim til ásamt því að koma með góð ráð varðandi fiðluleik, en það er ótrúlegt að hve mörgu þarf að hyggja þegar leikið er á fiðlu. Það skiptir máli hvernig hljóðfæraleikarinn stendur, hvernig hann heldur á hljóðfærinu og boganum, hvernig hann andar og hvernig hann hreyfir sig þegar leikið er og margt, margt fleira. Á laugardeginum tók Hlíf nemendur í einkatíma og leiðbeindi að lokum nemendum á hljómsveitaræfingu.
Nánar um þetta má sjá á nýjum vef Tónlistarskólans og einnig má benda á nýtt fréttabréf skólans sem finna má hér .