Master-class fyrir söngnemendur

Dóra Reyndal söngkennari, heldur “master-class” fyrir söngnemendur og söngvara í tónlistarskólanum á Egilsstöðum, laugardaginn 3. febrúar.

Námskeiðið er bæði opið fyrir nemendur tónlistarskólans sem og annað söngmenntað fólk. Þá er hverjum sem er velkomið að hlýða á þátttakendur en námskeiðið stendur frá kl. 11 - 16. Hægt er að skrá þátttöku í síma 470-0735, frá 10-12 alla virka daga.

Dóra hóf ung nám í söng og píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Og að loknu námi við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins bjó hún erlendis í tíu ár. Á þessum tíu árum nam hún söng við óperudeildina í  Konservatorium Bremen í þrjú ár.  Eftir langa fjarvist erlendis fluttist hún heim aftur og eftir nokkurra ára hlé hóf hún aftur nám en nú við Söngskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan sem söngkennari vorið l980 (LRSM-próf)  Haustið l980 hóf hún kennslu við Söngskólann í Reykjavík og við Kennaraháskólann í Reykjvaík (tónlistardeild).

Síðast liðin tíu ár hefur Dóra starfað sem aðstoðarkennari hjá Lorraine Nubar (Juillard New York) á alþjóðlegu söngnámsskeiði  í Nice í S.-Frakklandi.  Nokkur sumur hélt hún einnig söngnámskeið í Svarfarðardal með Dario Valiengo en hann starfar sem meðleikari við Mozarteum í Salzburg, Austurríki.

Dóra hefur haldið fjölda einsöngstónleika og starfar einnig sem prófdómari í söng á Íslandi.