- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Það var mikið um dýrðir í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn, en þá fór fram lokahátíð Nótunnar 2018. Tuttugu og fjögur glæsilega flutt tónlistaratriði voru í boði fyrir áheyrendur og voru þrjú þeirra frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Maria Anna Szczelina, Joanna Natalia Szczelina og Kristofer Gauti Þórhallsson komu fram fyrir hönd skólans og spiluðu öll frábærlega. Þau voru öll skólanum til mikils sóma. Maria Anna gerði sér svo lítið fyrir og hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi flutning í flokki einleiksatriða í grunnnámi.
Tónlistarskólanum og Mariu Önnu er óskað til hamingju með árangurinn.