Margt um að vera í Stafdal fyrir skíðafólk

Skíðafélagið í Stafdal stendur fyrir skíðakennslu fyrir fullorðna 16, 17. og 23. og febrúar, milli kl. 19.00 - 21.00. Kennarar á námskeiðinu verða meðal annars Hildur Jóna Gunnlaugsdóttir, Halldór Halldórsson en reiknað er með að að hver kennari verði með 5-7 nemendur. Þeir sem áhuga hafa á skíðakennslu skrái sig hjá Eyglóu í netfang eyglobjoh@simnet.is . Verð á námskeiði er 6.000 kr fyrir alla dagana og eru lyftugjöld innifalin í verði.

Það er mikið um að vera hjá skíðafélaginu. Iðkenndur eru um 60 á aldrinum 4-14 ára. Byrjendanámskeið fyrir börn var haldið í janúar og gekk vel þrátt fyrir frestanir vegna veðurs. Tvö mót eru á dagskránni í vetur, Björnsmót fyrir alla aldurshópa í febrúar og bikarmót fyrir 13-14 krakka af öllu landinu í mars.