Fyrir nokkrun vikum opnaði Gallerí Bláskjár starfsemi sína á Egilsstöðum. Í galleríinu eru til sýnis og sölu verk eftir fjórtán listamenn af Austurlandi. Hér er t.d. um að ræða málverk, grafík, keramik, vídeolistaverk og ljósmyndir.
Mánaðrlega eru settar upp gestasýningar í galleríinu af ýmsum toga, allt frá hönnunarverkum til innsetninga. Um síðustu helgi var opnuð ljósmyndasýning Skarphéðins G. Þórissonar, en hann dvaldi eins og mörgum er kunnugt í Malaví ásamt fjölskyldu sinni. Myndirnar á sýningu hans eru ekki allar þær sömu og hann sýndi í Sláturhúsinu í vetur.
Á morgun, laugardaginn 12. maí, milli kl. 13 og 14, mun Tónlistarskólinn á Egilsstöðum halda lítinn tónfund og Jazzkvartett Egilsstaða ætlar að gleðja gesti með tónlist sinni. Ef veður verður gott verður leikið í fallega bakgarðinum á Tjarnarbrautinni, þar sem Bláskjár er með aðstöðu. Allir eru velkomnir.
Það er Svandís Egilsdóttir sem er stofnandi Gallerís Bláskjár.