Margt um að vera á Degi leikskólans

Þann 6. febrúar er dagur leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er þriðja árið í röð sem leikskólar halda daginn hátíðlegan. Daginn ber að þessu sinni upp á laugardag og því halda leikskólarnir upp á hann föstudaginn 5. febrúar.

Leikskólarnir á Fljótsdalshéraði gera sér daginn eftirminnilegan á ýmsa vegu. Á Skógarlandi er foreldrum boðið í morgunkaffi milli 8:00 og 10:00,  Hádegishöfði  bíður ömmum og öfum í morgunkaffi milli 9:30 og 10:30 og á Brúarási verður farið í skógarferð með heitt kakó. Í Skógarseli á Hallormsstað verður sýning á verkum nemenda og á Tjarnarlandi ætla kennarar og nemendur að heimsækja ýmis fyrirtæki og stofnanir og hengja upp myndir og örsögur eftir nemendur skólans.