Þann 6. febrúar er dagur leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er þriðja árið í röð sem leikskólar halda daginn hátíðlegan. Daginn ber að þessu sinni upp á laugardag og því halda leikskólarnir upp á hann föstudaginn 5. febrúar.
Leikskólarnir á Fljótsdalshéraði gera sér daginn eftirminnilegan á ýmsa vegu. Á Skógarlandi er foreldrum boðið í morgunkaffi milli 8:00 og 10:00, Hádegishöfði bíður ömmum og öfum í morgunkaffi milli 9:30 og 10:30 og á Brúarási verður farið í skógarferð með heitt kakó. Í Skógarseli á Hallormsstað verður sýning á verkum nemenda og á Tjarnarlandi ætla kennarar og nemendur að heimsækja ýmis fyrirtæki og stofnanir og hengja upp myndir og örsögur eftir nemendur skólans.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.