Í gær var haldið upp á 20 ára afmæli leikskólans Hádegishöfða. Tókst hátíðin með ágætum þrátt fyrir smá gróðraskúr. Áætlað er að um 200 manns hafi mætt á svæðið.
Ýmislegt var gert til skemmtunar t.d. andlitsmálun, hoppukastalar og ljósmyndasýning, boðið var upp á afmælistertu og grillaðar voru pylsur. Í tilefni dagsins frumfluttu fyrrverandi og núverandi nemendur lag og texta sem Arnars Sigurbjörnssonar samdi fyrir leikskólann. Þá færði Þráinn Lárusson leikskólanum gjöf fyrir hönd bæjarstjórnar og fræðslunefndar Fljótsdalshéraðs.
Á afmælishátíðinni voru heimasíður allra leikskóla Fljótsdalshéraðs formlega opnaðar. Það var bæjarstjórinn Eiríkur B. Björgvinsson sem það gerði með dyggri aðstoð leikskólabarna frá hverjum leikskóla fyrir sig.